gróðurhúsaáhrif: hugtakið er notað um hegðun lofttegunda í gufuhvolfinu sem stöðva innrauða (IR) varmageislun frá yfirborði jarðar og endurkasta henni til baka enda er hitastig þar mun hærra en ef þeirra nyti ekki við. Lofttegundirnar haga sér því líkt og gler gróðurhúss sem heldur hitastiginu innan dyra hærra en utan.


Þær lofttegundir sem stærstan þátt eiga í að stöðva innrauða útgeislun frá jörðu eru vatnsgufa (H2O), koldíoxíð (CO2), metan (CH4), nituroxíð (N2O) og óson (O3).


Vatnsgufa og koldíoxíð sjá fyrir mestum hluta hinna náttúrulegu gróðurhúsaáhrifa vegna þess hve mikið er af þeim í gufuhvolfinu. Metan og nituroxíð eru þó mun mikilvirkari en bæði vatnsgufa og koldíoxíð miðað við tiltölulega lágt hlutfall þeirra í gufuhvolfinu. Þannig drekkur ein sameind CH4 25 sinnum meira magn af geislun í sig en CO2 og N2O um 320 sinnum meira.


Gróðurhúsaáhrif af völdum athafna mannsins má fyrst og fremst rekja til hækkandi hlutfalls koldíoxíðs, metans og nituroxíða í gufuhvolfinu.


Uppruni og binding manngerðra gróðurhúsalofttegunda: |T|