bylgjulengd: er fjarlægð milli bylgjutoppa og er táknuð með gríska bókstafnum λ lambda en tíðni er fjöldi sveiflna á sekúndu og táknuð með f. ◊
Samband bylgjuhraða (υ), bylgjulengdar og tíðni má sýna með jöfnunni:
υ = λ · f
Rafsegulbylgjur berast með hraða ljóssins, sem er 3,00 · 108 m/sek.
Eftirfarandi líking gildir um samband milli hraða ljóssins tíðni rafsegulbylgna (táknuð með gríska bókstafnum ν nu) og bylgjulengdarinnar (λ):
c = λ · ν
Eftirfarandi líkingar gilda um samband milli orku, hraða ljóssins og tíðni (ν) annars vegar og bylgjulengdar (λ) hins vegar.
E = h · ν og ν = c/λ og því er E = h · c/λ
E stendur fyrir orkueiningu (í J joule) en h stendur fyrir fasta (svokallaðan Planks-fasta; fasti er föst stærð sem ekki breytist).
Sjá um rafsegulrófið.