Breytiforritið HandBrake er að finna á tölvum skólans
Hér er um að ræða frjálsan og opin hugbúnað fyrir Windows, Mac og Linux.
HandBrake breytir kóða vídeófíla á ólæstum DVD-diskum í samfellt .m4v eða .MKV myndstreymi og auk þess flestum öðrum gerðum myndstreyma.
- Hér er samtalsmynd forritsins í upphafsstöðu í Linux
- Næsta skref er að smella á File eða Source og sækja fílinn með myndstreyminu.
|
 |
Hér á forritið að breyta .MOV í .mp4.
- A Heiti fílsins sem á að breyta
- B Heiti fílsins sem forritið skilar - því má breyta.
- C Hér hefur .m4p verið valið en einnig er gefinn kostur á að velja .MKV (Matroska)
- D og E sýnir breidd og hæð myndar í pixlum
- F sýnir hlutfall myndflatar en 16:9 er algengt á flatskjám og snjallsímum.
|
 |
-
A Heiti fílsins sem forritið skilar - því má breyta.
-
B Hakað er við Web Optimized.
-
C Hæðinni [height] breytt úr 1080 í 720 og þá á breiddin [width] að breytast sjálfkrafa í 1280.
- D Hlutfall myndflatar er áfram 16:9 = 1080:720
|
 |
- Næst er að smella á Audio Defaults flipann og breyta Bitrate úr 160 í 128 og smella síðan á Start.

|
 |
Hér er niðurstaðan sýnd í fílahirðinum
-
Myndstreymi með myndformi 1920x1080 px; 65,1 MB
Myndstreymi með myndformi 1280x720 px; 26,3 MB
Óbreytt myndstreymi 136,4 MB
|
 |
Þegar Video DVD er færð á .m4v þarf oftar en ekki að leita þýðingartextana [subtitles] uppi.
- Smella á Subtitle List
- Smella á Subtitle Defaults
- Bæta rétta tungumálinu við
Sjá leiðbeiningar HandBrake
|
 |
.THS er snið fyrir háskerpu MPEG myndstreymi og er oft kallað AVCHD og notað af myndstreymisupptökuvélum [camcoder] frá Sony, Panasonic og öðrum HD framleiðendum. Sniðið byggir á MPEG-2 streymi og styður 720p og 1080i HD video snið.
AVCHD er skammstöfun fyrir „Advanced Video Codec High Definition“ og var gert í sameiningu af Sony og Panasonic.