vulcano: er erlenda fræðiorðið yfir eldfjall. [La.: vulcano: eldur, bruni] Það nær yfir hvers konar op á yfirbrði Jarðar þar sem upp gýs kviku, gjósku eða lofttegundum frá þessum efnum. Orðið er líka notað um hvers konar gos efna sbr. leir-eldfjall [mud volcano].


Vulcan var guð eldsins í rómverskri goðafræði - járnsmiður guðanna. Skáldin tengdu smiðju Vulcans við spúandi eldfjöll og sögðu þau reykháf eldsmiðjunnar. Smiðjan var talin vera undir eynni Vulcano sem er ein Lipari-eyja við strendur Sikileyjar.