Machu Picchu borgin (2.400 m) er á hrygg úr graníti sem liggur nánast í N-S og þvert yfir sigdal (graben) á milli Machu Picchu Cerro (3.468 m) og Huayana Picchu (2.693 m). Þessi fjöll eru hluti af Vilcabamba berghleifnum sem myndaðist á perm-trías. ◊. Bergið er ljósleitt bíótít-granít úr feldspötum (60%) og kvarsi (30%) auk bíótíts og annarra steinda. Jöklar og straumvötn hafa grafið djúpa dali og gljúfur í berghleifinn.



Sjá síðu um Andesfjöll.