Varíska (Varistíska) fellingahreyfingin: [Variscan orogeny, Hercynian orogeny; ML: Variscia/Varisci] (einnig nefnd Harz-fellingahreyfingin) varð til á kolatímabilinu þegar Gondvanaland (Norður-Afríka) rak að Norður-Ameríku og Evrópu þannig að Tethyshafið milli Laurasíu og Gondvanalands lokaðist að vestanverðu. Við það kýttust saman fellingar sem mynduðu Appalachianfjöll í Norður-Ameríku og Máritanísku fjöll í Afríku. Sömuleiðis mynduðust fjöll á Íberíuskaga (Pýreneaskaganum), Bretagneskaga, Belgíu og í Harz í Þýsklandi. Varistíska fellingahreyfingin er talin hafa staðið frá því fyrir 408 til 360 Má.Sjá meira um Harz-fellingahreyfinguna.