útsogsstraumar [En: rip curren; Dk: hestehul, revlehul; De: Brandungsrückströme] við sandstrendur myndast þar sem brim hefur hlaðið upp sandrifi meðfram ströndinni. Öldurnar kenna grunns á rifinu og brotna áður en þær renna inn í álinn. Vatnið í álnum hækkar og leitar út um hlið í rifinu og myndar þar sterkan útsogsstraum.




Við baðstrendur geta þessir útssogsstraumar verið afar varasamir og til að bjarga sér frá þeim er best að synda þvert á straumstefnuna.