Úthafshryggur: er á flekaskilum þar sem jarðskorpuflekana rekur hvorn frá öðrum. Úthafshryggirnir eru 70.000 km langir og rísa þeir víða 2.000 til 4.000 m yfir úthafsbotninn. Víðast hvar er hafdýpi mikið á úthafshryggjunum en stærsta hryggjastykkið, sem stendur upp úr sjó, er einmitt á Íslandi á nyrsta hluta Atlantshafshryggjarins þ.e. Reykjaneshrygg og Kolbeinseyjarhrygg.