Víða erlendis, þar sem kalksteinslög er að finna í jörðu og loftslag er rakt, leysist kalksteinninn auðveldlega upp í köldu súru grunnvatninu. Geta þannig myndast löng göng eða hellar í kalksteinslögum. Oft falla þökin niður og mynda niðurföll, svonefnd karst sem nefnd eru eftir kalksteinssvæði með því nafni í Slóveníu.


Upplausn kalks eða kalsíts í súru vatni má lýsa með líkingu III og IV í töflu |T|. Kalsín- og vetniskarbónatjónirnar fljóta burt með grunnvatninu. Þegar grunnvatnsstaðan breytist t.d. vegna rofs tæmast hellarnir oft og í þeim myndast dropasteinar úr kalki og fleiri steindum er vatnið drýpur úr þaki hellanna. Sjá mynd:  Í lindum, þar sem vatnið úr hellunum kemur undir bert loft, fellur kalkið út þegar CO2 rýkur úr vatninu út í andrúmsloftið (sbr. líking III, töflu |T| þegar hún gengur til vinstri). Kalk, sem þannig fellur út, er gjarna nefnt lindakalk. Ketilsteinn, sem hvimleiður er í löndum með hörðu drykkjarvatni, það er kalkríku vatni, er af sama toga.


Sjá um kalksteinshella.