þóleiít: [tholeiite] er algengasta bergtegund Íslands. Ferskt þóleiít er dökkgrátt og dökknar enn meir við ummyndun og er oftast blöðrótt. Plagíóklasar, ólívín og pyroxen mynda oft díla í grunnmassanum sem er þéttur í sér og fín- til dulkornóttur. Þóleiíthraun rennur oftast frá blandgosum á sprungum og myndar apalhraun. Skaftáreldahraun er dæmigert þóleiíthraun.


|Tbergraðirnar| |T|