Yfirríki: kjörnungar, heilkjörnungar [eucaryota]

  Ríki: Frumverur [Protista] snemma á frumlífsöld - nútími Skiptist í tvo hópa. Annars vegar frumbjarga lífverur líkar plöntum eins og „þörungar“ með grænukornum (kísilþörungar, sjávarþörungar) og hins vegar ófrumbjarga frumdýr [protozoa] (götungar: foraminifera). Smásæ, stærð frumu ca. 10 mm; einfruma (utan sjávarþörungar); lagarlífverur; stoðgrind lífræn, úr kalsíum karbónati eða kísli. Fjöldi steingervinga.
 
Plöntusvif, svifþörungar [Phytoplankton]
 
  Fylking: Skoruþörungar [Dinophyta] sílúr - nútími Skoruþörungar (dinoflagellata) líkjast plöntum, hafa beðmi í frumuveggjum og blaðgrænu; þeir hafa einnig rauðleitt litarefni sem drekkur sólarljós í sig og draga þeir af því nafnið eldþörungar (pyrrophyta); egglaga eða marghyrndir; yfirborð oft alsett göddum; stærð 20-200 mm; hnöttóttir.
  Tegundahópur [Acritarcha] upphafsöld - nútími Frumuveggur úr efni líku og hjá frjókornum
  Fylking: [Chrysophyta] síðkrít - nútími Skorpuþörungar með svipu í sjó; stunda ljóstillífun; um 20 - 50 mm í þvermál; skel úr kísli.
  Fylking: Kísilþörungar [Bacillariophyta - diatoms] árkrít - nútími Sjávar- og ferskvatnslífverur; án svipu; ljóstillífun; frumuveggir úr kísli. Elstu steingervingar kísilþörunga eru frá árjúra ≈ 185 Má og jafnvel er talið að uppruna þeirra megi rekja til loka P-T-útdauðans (≈ 248 Má).
  Fylking: Kokkólítar [Haptophyta] Coccolithophorida trías - nútími Smásæjar sjávarlífverur [nannoplankton]; ljóstillífun; skel úr kalki; geta hreyft sig með 2 svipum; stærð 5 - 20 µm kringlótt að lögun, stjörnulaga diskar; Fjöldi þeirra í höfunum er mestur milli 45°norðlægrar og suðlægrar breiddar.
  Fylking: Rauðþörungar [Rhodophyta] mið-kambríum - nútími Aðallega sjávarlífverur í heitum og köldum höfum; litaðir af rauðum litarefnum sem hylja blaðgrænuna og nýta útfjólubláa ljósið mun betur og geta því lifað á miklu dýpi, allt að 270 m; kalk safnast oft í plöntulíkamann.
  Fylking: Grænþörungar [Chlorophyta] kambríum - nútími Mjög útbreiddir; aðallega ferskvatnslífverur, en finnast í ísöltu vatni og sjó; plöntulíkaminn oft þakinn kalki;
 
Dýrasvif [Zooplankton]
 
  Fylking: [Sarcodina] Radíólaríur og foraminiferur; þau sem mynda stoðgrind eru mikilvæg sem steingervingar vegna mikillar útbreiðslu. Amöbur teljast til þessarar fylkingar.
  Undirfylking: Geislungar [Actinopoda], radíólaríur miðkambríum - nútími Einfruma, sviflægar frumverur sem mynda smágerða götótta stoðgrind úr ópal-kísli; stoðgrindur úr lífrænu efni finnast einnig; aðallega sjávarlífverur; aðeins lítill hluti varðveitist sem steingervingar.
  Undirfylking: Götungar [Rhizopoda], (foraminifera) kambríum - nútími Einfruma lagarlífverur, aðallega sjávarfrumverur sem mynda smágerða götótta stoðgrind úr kalsíumkarbónati, þó mynda nokkrir stoðgrind úr lífrænu efni kítíni; flestir götungar eru smáir um 1 mm en sumir geta orðið nokkrir cm í þvermál. Eins og aðrir steingervingar sem hafa mikla útbreiðslu og sýna framþróun miðað við jarðsögulegan tíma eru götungar afar mikilvægir steingervingar. Svokallaðar globigerina eru mjög algengar í sjávarsvifi. Fusulina (ordóvísíum - trías) voru botnlægar lífverur með skel og gátu sumar tegundirnar náð allt að 10 cm lengd.