Yfirríki: dreifkjörnungar [procaryota]

  Ríki: Bakteríur (gerlar) [Prokaryotae, Procaryotae, Monera] Upphafsöld (archean) (3,8 Gá) - nútími Smásæjar einfruma lífverur þekktar fyrir að vanta kjarna og frumulíffæri; stærð frumu 1-2 mm; þráðlaga eða í þyrpingu; oft kvikar; nærast á lífrænni eða ólífrænni fæðu; sumar stunda ljóstillífun og aðrar efnatillífun; Súlfatoxandi gerlar fá orku við að breyta súlfati (SO4-2) í súlfít (SO3-2) og framleiða þeir jafnframt vetnissúlfíð, H2S; gegna mikilvægu hlutverki í jarðfræðilegum ferlum.
 
  Undirríki: Fyrnur [Archea] Loftfirrtir hitasæknir gerlar sem sem lifa aðeins í umhverfi þar sem óbundið súrefni finnst ekki; þola mikinn hita allt að 120°C; lípíðin í frumuvegg forngerlanna eru mjög frábrugðin því sem þekkist hjá sönnum gerlum [eubaktería] og kjörnungum [eukaryote]; eru í raun álíka ólíkir bæði dreifkjörnungum [procaryota] og heilkjörnungunum [eucaryota]; virðast hafa breyst minna en flestar aðrar lífverur;
 
  Metangerlar Þekktir fyrir efnaskipti þar sem þeir nota H2 til að afoxa CO2 mynda metan (mýragas), CH4.
  Halógensæknir gerlar Lifa í mjög söltu vatni (15% - 20%). Gleypa sólarljósið og nýta orkuna til að dæla vetnisjónum út úr frumunni.
  Sýrukærir gerlar  
     Hveragerlar  
     Súlfógerlar  
 
  Undirríki: Eiginlegar (sannair) bakteríur [eubacteria] Upphafsaldabil (archean) (3,5 Gá) - nútími Greinast í marga tegundahópa; sem ýmist eru ljóstíllífandi eða ófrumbjarga ljóstillífandi gerlar eru í hverjum hóp sem bendir til þess að þeir eigi uppruna sinn að rekja til ljóstillífandi forföður; (Woese 1981).
 
  Gram-positive gerlar Ófrumbjarga
  Spirochets Ófrumbjarga
  Ljóstillífandi gerlar  
 
  Blábakteríur, [cyanobacteria] Blábakteríur, blágrænugerlar (blágræn-„þörungar“); lagarlífverur, kúlu og sívalningslaga; hafa blaðgrænu [chlorophyl] og stunda ljóstillífun. Þola margvísleg lífsskilyrði í vatni, allt frá sjóðandi hveravatni til ísilagðs vatns; þola súrefnisskort og útfjólubláa geislun; hafa hárfína bláa þræði [phycocyanin] sem gera þeim kleift að stunda ljóstillífun við afar takmörkuð birtuskilyrði.

Þeir eru nú viðriðnir ýmsar setmyndanir í vatni, einkum myndun strýtuþörunga [stromatolit] sem einnig finnast í 3 − 3,5 Gá gömlu bergi.
  Purpurarauðir brennisteinsgerlar Lifa í loftfirrtu umhverfi og afoxa NADP+ með e- frá H2S; nýta geislun með löngum bylgjulengdum. Framleiða S.

Talið er að gerla af þessari tegund sem urðu innlyksa í heilkjörnungum hafi breyst þar í orkukorn [mitochondrion].

  Grænir brennisteinsgerlar Lifa í loftfirrtu umhverfi og afoxa NADP+ með e- frá H2S; nýta geislun með langri bylgjulengd. Framleiða S.