Eiginlegar (sannar) bakteríur [eubacteria] Upphafsaldabil (archean) (3,5 Gá) - nútími Greinast í marga tegundahópa; sem ýmist eru ljóstíllífandi eða ófrumbjarga ljóstillífandi bakteríur eru í hverjum hóp sem bendir til þess að þeir eigi uppruna sinn að rekja til ljóstillífandi forföður; (Woese 1981).
  Gram-positive gerlar Ófrumbjarga
  Spirochets Ófrumbjarga
  Ljóstillífandi gerlar  
  Blábakteríur, [cyanobacteria] Blábakteríur, blágrænugerlar (blágræn-„þörungar“); lagarlífverur, kúlu og sívalningslaga; hafa blaðgrænu [chlorophyl] og stunda ljóstillífun. Þola margvísleg lífsskilyrði í vatni, allt frá sjóðandi hveravatni til ísilagðs vatns; þola súrefnisskort og útfjólubláa geislun; hafa hárfína bláa þræði [phycocyanin] sem gera þeim kleift að stunda ljóstillífun við afar takmörkuð birtuskilyrði.

Þeir eru nú viðriðnir ýmsar setmyndanir í vatni, einkum myndun strýtuþörunga [stromatolit] sem einnig finnast í 3 − 3,5 Gá gömlu bergi.
     
  Purpurarauðir brennisteinsgerlar Lifa í loftfirrtu umhverfi og afoxa NADP+ með e- frá H2S; nýta geislun með löngum bylgjulengdum. Framleiða S.

Talið er að gerla af þessari tegund sem urðu innlyksa í heilkjörnungum hafi breyst þar í orkukorn [mitochondrion].

  Grænir brennisteinsgerlar Lifa í loftfirrtu umhverfi og afoxa NADP+ með e- frá H2S; nýta geislun með langri bylgjulengd. Framleiða S.