Ameria: Óliðskipt dýr
Fylking: [Cnidaria, Coelenterates] Holdýr
síð-frumlífsöld - nútími
Kóralar og marglyttur. Botnsætin eða hreyfanleg; lifa sem einstaklingar eða í sambýli; lagardýr, aðallega sjávardýr; hafa vefi en engin eiginleg líffæri; geislótt líkamsbygging; líkamshol með einu opi og fálmurum til fæðuöflunar; brennifrumur.
  Flokkur: [Antozoa] Kóraldýr og sæfíflar Botnsætin, ekkert medúsustig. Kóralar með skel úr kalsíumkarbónati eru algengir sem steingervingar.
    Undirflokkur: [Zoantharia] Sæfíflar og kóraldýr Holsepi með fleiri en átta örmum, sjaldan fjaðraðir; einlífis eða sambúslíf.
      Ættbálkur: [Actubuarua] Sæfíflar Holsepi með engri skel; engir steingervingar
      Ættbálkur: [Tabula-kóralar]
árordóvísíum - síðperm
Sambúslíf; lifðu í ytri stoðgrind úr samtengdum rörum sem hvíldi á sameiginlegum grunni, tabula; engin eða lítt þroskuð geislótt stoðskilrúm.
      Ættbálkur: [Rugosa-kóralar]mið-ordóvísíum - síðperm Voru líkir [madreporarian-kóröllum]; einkum einlífisdýr; uxu upp í hornlaga ytri stoðgrind með hrjúfu yfirborði og geilóttum aðal- og auka- stoðskilrúm.
      Ættbálkur: Steinkóralar eða Hexakóralar [Scleractinia eða Madreporaria]mið-trías - nútími Framleiða mikla ytri stoðgrind úr kalsíum-karbónati, CaCO3; stoðskilrúm 6 eða margfeldi af 6.
    Undirflokkur [Octocorallia eða Alcyonaria]
síð-frumlífsöld
(Edicara) en annars sjaldgæfir sem steingervingar.
Innri stoðvefur úr kalk eða hornkenndu efni; sambúslíf; ávallt með 8 fjaðraða arma; finnast sjaldan sem steingervingar
      Ættbálkur: [Forgonacea] Hornkóralar Stoðgrind úr hornkenndu lífrænu efni efni; vex oft upp sem stór blævængur.
      Ættbálkur: Sæfjaðrir [Pennatulacea] e.t.v í Edicara-fánunni Sambúslíf; stoðgrind úr kalknálum; líkami vex upp í fjaðurlaga form.
  Flokkur: Hýdrur [Hydrozoa], armslöngur Lagardýr, aðallega sjávardýr; bæði botnsætið holsepastig (polyp) og hreyfanlegt medúsustig finnst hjá sumum en annað stigið aðeins hjá öðrum.
      Ættbálkur [Siphonophora] Sambú þar sem einn einstaklingur myndar flothylki en aðrir langa brenniþræði; uppsjávarlíf. Dæmi: Portúgalskt herskip [Porpita], [Velella], og [Porpema]. Sjaldan steingert
  Flokkur: Marglyttur [Scyphozoa]
síð-frumlífsöld - nútími
Lagardýr aðallega sjávardýr; kynliður, medusa, syndir um en kynlaus holspinn, polyp, er botnsætinn. För þessara dýra finnast í seti frá síð-frumlífsöld og kalksteini frá júra í Solnhofen.