Oligomeria: Fáliðskipt dýr með kviðarhol
Fylking: Mosadýr [Bryozoa], þreifidýr síðordóvísíum - nútími Mosadýr. Botnsætin; sjávardýr; lifa í sambúum; einstaklingar mjög smáir (1 mm); líffæri vel þróuð; meltingarvegur með munn og endaþarmsop; griparmar til fæðuöflunar sía örsmáar lífverur úr vatninu; stoðgrind utanáliggjandi, vanalega úr kalsíumkarbónati. Mikið af steingervingum.