Tapes: ættkvíslarheiti sem gáruskeljar (báruskeljar) í Tjörneslögunum voru taldar til. Nú eru flestar þessar skeljar taldar til ættkvíslarinnar Venerupis.


Gáruskeljar í Tjörneslógum eru taldar til þriggja tegunda. Latnesk nöfn þeirra eru nú oftast rituð Venerupis aurea (Gmelin, 1791), Venerupis rhomboides (Pennant, 1777) og Venerupis pullastra (Montagu, 1803). Tegundir þessar eru ekki lengur taldar til ættkvíslarinnar Tapes, eins og gert var áður og Guðmundur G. Bárðarson gerði árið 1925 þegar rit hans um Tjörneslögin kom út.1



Sjá ennfremur Tjörneslög.




Heimildir:
1 Leifur Á. Símonarson og Jón Eiríksson 1998: „BÁRUSKEL EÐA GÁRUSKEL?“ Náttúrufræðingurinn 68 (1) bls. 27-36, 1998