vaxkökumynstur veðrunar: [tafoni, honeycomb weathering] sérkennileg veðrun á bergi sem myndar svokallað „vaxkökumynstur“. Þessi veðrun kemur einkun fyrir í fín- og grófkorna graníti, sandsteini og kalksteini við strendur eða á þurrum svæðum.2 Hún kemur einnig fyrir í basalti og er ýmist talin stafa af saltveðrun eða breytilegri rakadrægni bergsins en hún veldur jafnframt mismunandi rakastigi í smásæjum gropum og þar með vötnun feldspatkristalla ásamt tilheyrandi flögun bergs.1 



Sjá saltveðrun.



Sjá INDEXVveðrun


Sjá nánar um veðrun → EfnisyfirlitJarðfræði ÍslandsVeðrun.





Heimildir:    1 Boxerman, J.Z. 2008: <http://tafoni.com/> (Skoðið 18. maí 2009)
2 Goudie, Andrew 2004: Encyclopedia of geomorphology, Routledge, 2, hefti j-z bls.1033