Surtseyjargosið hófst 1963 og stóð til 1967. Gossins var fyrst vart klukkan 7:15 að morgni þess 14. nóvember 1963, þegar það braust upp úr yfirborði sjávar skammt frá fiskibátnum Ísleifi II frá Vestmannaeyjum.


Gosið var dæmigert basískt gos undir vatni — blandgos gjósku og hrauna.  ◊.  ◊.


Í fyrstu hefur verið flæðigos með bólstrabergsmyndun á meðan vatnsþrýstingur var nægur.    Eftir því sem gosefnin hlóðust upp minnkaði vatnsþrýstingurinn á gosrásinni og sprengigos og gjóskumyndun hófst og hélst svo á meðan sjór náði að renna inn í gíginn.   Þegar gígbarmarnir höfðu hækkað nægilega þannig að sjór náði ekki að streyma inn í gíginn hófst samfellt hraunflæði líkt og í dyngju.


Samkvæmt tölum Hagstofu Íslans var flatarmál Surtseyjar 1,6 km2 árið 2001.