Skjaldbökur eru skriðdýr og teljast til anapsida  . Þær voru algengar á mið-trías (fyrir 200 Má) og eiga því langa þróunarsögu að baki. Elstu skjaldbökur voru margar tenntar en núlifandi tegundir eru án tanna. Skjaldbökur eru taldar komnar af cotylosaurum en tengingin er ekki viss.


Sjá um flokkun skriðdýra.


Skjaldbakan Proganochelys frá síðtrías og Archelon frá síðkrít.


Leðurskjaldbaka [Dermochelys coriacea] er stærst lifandi skjaldbaka og getur orðið 2,1 m löng og vegið ≈ 540 kg og með faðmlengd frambægsla ≈ 2,7 m. Sú þyngsta sem vitað er um vó 900 kg en heimildir eru óöruggar. Skelin er hulin undir dökkbrúnu eða grænleitu skinni. Á baki hefur skelin 7 upphleypta hryggi og 5 á kvið.


◊.