SIL-kerfið [Se: Södra Islands Lågland: Suðurlandsundirlendið] er kerfi vél- og hugbúnaðar sem safnar sjálfvirkt gögnum frá neti jarðskkjálftamæla. Kerifið nemur, skráir, staðsetur, og reiknar brotlausnir skjálftanna. Einnig sendir kerfið út viðvaranir ef atburðir haldast ekki innan ákveðinna marka. SIL-kerfið er afrakstur norræns verkefnis, sem var undirbúið og unnið á árunum 1986-1995.


SIL skammstöfunin á ekki lengur við Suðurlandsundirlendið því að nú nær netið vítt og breitt um gosbeltið og í námunda við það eins og sjá má á meðfylgjandi mynd frá 2002. ◊.



Heimild: Barði Þorkelsson et al. 2002: „Endurskoðun stövahnita og svörunarfalla skráa í SIL-kerfinu“ Veðurstofa Íslands, VÍ-JA02.