síðjökultími

Notað um tímann frá ~ 18 ká til 10 ká; [late glacial].


Talið er að síðasta jökulskeið hafi náð hámarki fyrir um 20 ká þegar loftslag byrjaði að hlýna og jöklar að hopa. Samkvæmt gögnum frá Dye 3 ískjarnanum virðist svo sem skyndilega hafi hlýnað um 5°C en hún gekk fljótlega til baka og kuldatímabil sem sem kallað er elsta Dryas stóð uns loftslag hlýnaði snögglega og Bølling-Allerød gekk í garð. Þau hlýindi stóðu þó ekki lengi og svo virðist sem hitastig hafi hægt og hægt verið að lækka að meðaltali um 3,6°C fram eftir B/A en auk þess komið amk. 3,5°C kuldaköst sem stóðu stutt.


Við lok Allerød kólnaði snögglega um 6°C þegar kuldakaskeiðið [stadial] Yngra Dryas skall á. Það stóð stutt eða aðeins ≈ 1.000 ár og því lauk álíka snögglega og það byrjaði þegar loftslag hlýnaði um 7°C á 50 árum og preboreal hófst. ◊.


Tímasetningar á síðjökultíma
  Tákn     14C ár BP   Kvörðuð ár b2k   
         
Yngra Dryas    YD 10.000 3:263
11.703 ± 99 1:13
10.885 ± 70 2:1515 3:263
12.896 ± 138 1:13
 
Allerød B/A
12.900  

14.100  
       
Bølling
14.075 ± 169 1:13
13.000
14.692 ± 186 1:13
Elsta Dryas OD 13.000    
18.000    

Hámarks útbreiðsla

íss síðasta kuldaskeiðs

  LGM   19 ká 4:710    
  26 ká 4:710    

Tafla yfir jarðsögu Íslands: ◊.


Sjá kort yfir legu jökulsins seinast á síðjökultímanum:





Heimildir:   1 Rasmussen, S. O., et al. 2006: „A new Greenland ice core chronology for the last glacial termination“, JOURNAL OF GEOPHYSICAL RESEARCH, VOL. 111, D06102, doi:10.1029/2005JD006079, 2006.
2 Bondevik, Stein et al. 2006: „Changes in North Atlantic Radiocarbon Reservoir Ages During the Allerød and Younger Dryas“, Science JUNE 2006 VOL 312.
3 Muscheler, R., B. Kromer, S. Björck, et al. 2008: „Tree rings and ice cores reveal 14C calibration uncertainties during the Younger Dryas“, Nature Geoscience VOL 1 APRIL 2008 www.nature.com/naturegeoscience
4 Clark, Peter U. et al.2009: „The Last Glacial Maximum“, SCIENCE 7 AUGUST 2009 VOL 325
5 Dansgaard, W., J.W.C. White & S. Johnsen 1989: „The abrupt termination of the Yunger Dryas Climate event“, Nature Vol 339, 15. June.