Santoríni - Þera / Þíra [Θήρα]



Santoríni ey hefur myndast á síðustu 2  við síendurtekin eldsumbrot. En áður en eldsumbrotin hófust vegna niðurstreymis Afríkuflekans undir Evrópuflekann var líklega lítil ey þar sem Santorini er nú, álíka og syðstu eyjarnar í Cyklades.


Talið er að eldvirkni á Santorínisvæðinu hafi byrjað fyrir uþb. 2 Má þegar fyrstu gosin hófust á hafsbotni nálægt Akrotiri-skaganu og mögulega einnig hjá Christiania-ey 20 km SV af Santorini. Eldvirknin hlóð upp dasít hraungúlum sem etv má sjá móta fyrir í hæðum Akrotiriskaganum. Á seinni stigum hlóðst upp eldkeila (Peristeria eldkeilan) á norðurhluta Santorini en leifar hennar má enn sjá í Mikro Profitis Ilias hryggnum og Megaio Vouno sem eru nyrst á eystri Santorini (Þíra) öskjurimanum.


Fyrir um 400  breyttist eldvirknin og færðist inn í miðja núverandi öskkju. Síðan hafa síendurtekin dyngjugos einkennt upphleðsluna sem voru svo rofin af miklum sprengigosum álíka Minoan gosinu á eynni Þíru (nú Santorini).


Minoan eldgosið á eynni Þíru (nú Santorini) er kennt við Mínóísku menninguna á eyjum Eyjahafs og þó einkum Krít. Upphaf henner er frá ~ 3500 BCE, við upphaf bronsaldar, og borgarmenning hófst um 2000 BCE og henni tók svo að hnigna frá 1450 BCE uns hún leið undir lok uþb. 1100 BCE. Gosið eyddi mínóísku byggðinni Akrotiri á Þíru og jarðræktarsvæðum og samfélögum á nálægum eyjum og á norðurstönd Krítar með gjóskufalli, jarðskjálftum og flóðbylgju sem voru samfara gosinu. Gosið er er talið hafa verið 5 til 7 á VEI-skala og gjóskan ~ 60 km3


Fornleifafræðingar telja gosið hafa gerst um 1500 BCE sem er uþb. öld seinna en niðurstaða geislakolsmælingar (14C) sem flestar sýna að gosið hafi gerst 1620 ± 20 BCE.1 Leifar gjósku í ískjarna úr Grænlansjökli sem í fyrstu voru taldar eiga upptök sín í Minoan gosinu sýndu 1645 ± 4 BCE en seinna kom í ljós að þær höfðu að öllum líkindum borist frá eldfjallinu Aniakchak í Alaska.2 Ekki hefur tekist að finna sýni í gosefnunum sem henta fyrir mælingar með 40Ar/39Ar aðferðinni.3




Heimildir:
1 Manning et al. 2014: Dating the Thera (Santorini) eruption: archaeological and scientific evidence supporting a high chronology
Antiquity Publications Ltd.
ANTIQUITY 88 (2014): 1164-1179
< http://antiquity.ac.uk/ant/088/ant0881164.htm >
2 Charlotte Pearson et al. 2021: Geochemical ice-core constraints on the timing and climatic impact of Aniakchak II (1628 BCE) and Thera (Minoan) volcanic eruptions
Downloaded from < https://academic.oup.com/pnasnexus/advance-article/doi/10.1093/pnasnexus/pgac048/6575909 > by guest on 05 May 2022
3 Walter Kutscher 2020: On the enigma of dating the Minoan eruption of Santorini,
PNAS | April 21, 2020 | vol. 117 | no. 16 | 8677-8679
< www.pnas.org/cgi/doi/10.1073/pnas.2004243117 >