rýólít: [rhyolite; Gr. rhyax: á, fljót; lithos: steinn] er súrt dulkornótt gosberg. Hér á landi er það einnig nefnt líparít og er nafnið komið frá Liparieyjum norðan Sikileyjar. Rýólít og skylt berg finnst víða í megineldstöðvum hér á landi og er það áberandi vegna ljósgula litarins en hann er að vísu tilkominn vegna ummyndunar. Ferskt rýólít er dökkgrátt á litinn. Sem dæmi um fundarstaði má nefna hraungúlinn Jörund við Kröflu.


Sjá töflu: |T| og myndir



Sjá ennfremur flokkkun USGS á storkubergi.