Rhynie Chert: eru bergmyndanir í nágrenni borgarinnar Rhynie, sem er vestur af borginni Aberdeen við austurströnd Skotlands. Kvarsbergið [chert] hefur myndast í nágrenni goshvera á árdevon, nánar tiltekið á svokölluðu pragian-skeiði sem stóð frá frá 411 til 407 Má. Þar uxu frumstæðar landplöntur (æðplöntur) devontímabilsins sem lentu í kísilríku vatninu og steingerðust þar og varðvettust síðan í þessum jarðmyndunum sem eru hluti rauða sandsteinsins, ORS.


Í Rhynie Chert lögunum hafa fundist steingerðar liðfætlur [Arthropoda] en dýr sem teljast til þeirrar fylkingar voru leiklega fyrst til að nema land.


Þar fannst einnig elsta steingerða skordýrið, Rhyniognatha hirsti, sem enn er þekkt, 396 – 407 Má.


Sjá fyrstu landdýr.


Sjá hverahrúður við Geysi.