rekbelti: [rift zone] eða gliðnunarbelti Íslands er þar sem Norður-Ameríku- og Evrópuflekana rekur hraðast í sundur.


Frá Reykjanestá liggur þrepstiga rekbelti Reykjanesskaga [The Reykjanes Peninsula Oblique Rift; RPOR] um sigdal Þingvallalægðarinnar og norður Langjökul þe. vestur gos- og rekbeltið [The Western Volcanic Rift Zone; WVRZ]. Um mitt landið hliðrast beltið og heldur síðan áfram frá Torfajökulssvæðinu til Bárðarbungu og Kverkfjalla þe. austur gos- og rekbeltið [The Eastern Volcanic Rift Zone; EVRZ] og þaðan norður til Axarfjarðar um norður gos- og rekbeltið [The Northen Volcanic Rift Zone; NVZ].


Gjástykki heitir sundursprunginn sigdalur norður af Kröflu-öskjunni á milli Þríhyrnings og Hrútfjalla. Kröflueldum í lok janúar og í byrjun febrúar 1981. ◊. Orðið gjástykki er stundum notað sem hugtak yfir sigdali.