Rauðahaf: [En: Red See] liggur í hluta sigdalsins mikla og liggur NV - SA á milli Afríku og Arabíuskaga frá Súeseiði til Bab el Mandem-sunds. Sunnan þess tekur Adenflói við en hann liggur á milli suðurstrandar Arabíuskaga og Sómalíuskaga („Horn Afríku“).


Rauðahfs-gliðnunin hófst á eósen ◊. ◊. og virðist hafa náð mestum hraða á ólígósen og enn er hafið að breikka þó hægar fari. Sjá myndun flekaskila.


Saltmyndanir í setlögum á botni hafsins sýna að Rauða-hafið þornaði nokkrum sinnum upp. Hefur það ýmist gerst vegna hraunrennslis frá eldgosum við Peri-ey í Bab El Mandm-sundi og lækkun sjávar á jökulskeiðum ísaldar.


Allmargar eldstöðvar eru þekktar í lægðinni en hafa lítið látið á sér kræla — þó varð mikið gos á Jabal al-Tair ey árið 2007.