olíugluggi: er þar sem þær aðstæður ríkja í setlögum að jarðolía myndast. Olíumyndunin er háð lífrænum leifum á 3 til 4 km dýpi og við hitastig frá 100° til 150°C; [oil window].


Við slíkar aðstæður brotna stórar kolvetnissameindir t.d. í kerogeni og öðrum forverum olíu niður í minni sameindir. Neðan olíugluggans verða setlögin fyrir of miklum þrýstingi og hita og kolefnissamböndin kolast en ofan gluggans ná lífrænu leifarnar ekki að brotna niður og olíumyndun gerist ekki.