ML local magnitude           er reiknuð út fyrir skjálfta sem varð tilrölulega stutt frá mælistöð. Þetta er dæmigert fyrir skjálfta sem eiga upptök sín í nokkur hundruð km fjarlægð frá mælistöð. Kvarði Richters sem hann setti fram 1935 er slíkur kvarði, ML, og þá vitnað til sem Richter-kvarða.
mb body–wave magnitude er gjarna skráð fyrir skjálfta sem eiga upptök sín í meira en 2000 km fjarlægð fá mælistöð. Niðurstöður fyrir mb birtast tiltölulega fljótt því að hún er reiknuð út frá útslagi P-bylgna sem fara um möttul Jarðar og þær eru jafnframt fyrstu sveiflurnar sem mælitækin skrá.

Í stórum skjálftum „mettast“ mb sem þýðir að sé raunveruleg stærð skjálftans yfir M > 6 stækkar mb ekki. Í slíkum tilfellum verða skjálftafræðingar að reiða sig á annars konar stærðarmælinga fyrir stærð skjálftans.
MS surface wave magnitude er mæld út frá yfirborðsbylgjum sem fara eftir yfirborði Jarðar. Þær fara mun hægar en P-bylgjurnar sem ferðast um jarðskorpuna og möttulinn og getur þurft að bíða 1 til 2 klst. uns yfirborðsbylgjur berast borið saman við hámark 20 mín. fyrir P-bylgjur. Þess vegna þarf að bíða lengur uns niðurstöður fyrir MS liggja fyrir.
Mw moment magnitude er eina skjálftastærðin sem tengist beint eðlisfræðilegum aðstæðum á upptökum skjálftans. Hún byggir á kraftvægi skjálfta, M0, sem er margfeldi af stífni (skúfstuðuli) bergsins margfölduðu með brotfleti þess og meðalfærslu á misgenginu. [M0 = µ · A · u]

Mw hefur verið lýst með eftirfarandi jöfnu:



eða

Sjá wiki og ennfremur.

þar sem M0 er kraftvægi skjálfta, Nm er Newton metrar (vinna, Joule). Aukning um 1 stig á Mw gefur 101,5 = 31,6 falda aukningu á orku og 2 stig jafngilda þá 103 = 1000 földun á orku sem losnar.

Fræðilega séð mettast Mw ekki því að M0 nær til alls brotsins og er þessari stærð því beitt til að lýsa stærð stórra skjálfta. Útreikningar eru flóknari og krefjast lengri tíma en við ML, mb, og MS en niðurstöður liggja oftast fyrir nokkrum klukkustundum eftir skjálftann.

Mw var sett fram 1979 af Thomas C. Hanks og Hiroo Kanamori.
M magnitude Stærðin er ekki skilgreind nánar


Til baka í stærð skjálfta.



Heimild: Schweizerischer Erdbebendienst (SED) Swiss Seismological Service & fl.