Lárentía: [Laurentia] var fornt meginland, sem virðist samkvæmt bergsegulmælingum, hafa legið sem næst á miðbaug á kambríum. Þykkar kalksteinsmyndanir frá þessum tíma benda einnig til hlýs sjávar.


Nokkur kort þar sem Lárentía er sýnd:


Þrátt fyrir að Lárentiu hafi rekið upp að öðrum meginlöndum og myndað stórmeginlönd eins og Rodiniu, Lárasíu og Pangeu, sem síðar liðuðust í sundur, hefur hún haldist heilleg síðustu 1 Gá og má segja að hún sé uppistaðan í meginlandskjarna Norður-Ameríku nú.


Sjá stórmeginlönd.