Venjuleg vörpun

Þverstæð vörpun

Skástæð vörpun

FLATVÖRPUN:

Hnattfletinum er varpað beint á sléttan flöt.

KEILUVÖRPUN:

Hnattfletinum er varpað á keilu sem síðan er flött út.

HÓLKVÖRPUN:

Hnattfletinum er varpað á hólk sem síðan er flattur út.
Helstu kortavarpanir


Kort eru gerð í ýmsum tilgangi og því verður að velja þá kortavörpun sem hentar best hverju sinni. Flatarmálsrétt kort henta við samanburð á stærð landa og hafsvæða en hornrétt kort henta vel við siglingar þar sem siglingaleiðir eru teiknaðar sem beinar línum.


Til þess að varpa hnöttóttu yfirborði jarðar yfir á flöt kortsins hafa verið notaðar margar aðferðir þar sem ýmist er hægt að teikna breiddarbauga sem hringi og lengdarbauga sem beinar línur eða breiddarbaugana sem beinar línur og lendarbaugana hluta úr hring.


Kortavörpunum má skipta í þrjá flokka með þremur undirflokkum í hverjum. Aðalflokkarnir eru 1) flatarvörpun [azimut- ] , 2) keiluvörpun [kónisk- ] og 3) hólkvörpun [cylinder- ] en undirflokkarnir a) venjuleg vörpun, b) þverstæð vörpun og c) skástæð vörpun.


Í venjulegri hólkvörpun er flöturinn sem varpað er á sveigður hringinn í kringum hnöttinn, þannig að hann snertir hnöttinn á miðbaug. Venjuleg hólkvörpun er einkum notuð við gerð sjókorta vegna þess að stefnulínur áttavita mynda ávallt sama horn við lengdarbaugana. Mercator-vörpun er algengasta venjulega hólkvörpunin, en hún kom fram á 16. öld. Í þverstæðri hólkvörpun snertir hólkurinn yfirborð jarðar á lendarbaug. Hún er nokkuð algeng við almenna kortagerð í stórum mælikvörðum og hún er grundvöllur UTM-staðarákvörðunarnetsins. sem víða er notað á Vesturlöndum.
Sjá: INDEX /=> |L| → landmælingar.