kornastærðadreifing: getur verið margs konar — misleit og einsleit.


Einsleit dreifing korna er í seti sem myndast úr kornum af nánast sömu stærð. Einsleit kornadreifing í molabergi bendir til þess að þau hafi sest til við rofkraft með stöðugum hraða. Dæmi: löss og leir.


Í efnaseti bendir einsleit kornadreifing til jafnra og stöðugra útfellinga sem myndi ávallt sömu kornastærð við kristöllun. Séu lög með einsleita kornadreifingu aðgreind með kornum af annarri stærð bendir það til þess að hraði straums í vatni eða vinds við rofið hafi verið breytilegur.


Kornastærð sets er mæld með því að aðgreina þau með þar til gerðum sigtum [sieves]  og síðan er hver kornastærð vegin og niðurstöðurnar reiknaðar út með sérstökum aðferðum. |T| Útkoman er gjarna sýnd sem ferill á lógaritmískum pappír.



Sjá INDEXSset