kóralrif: í hitabeltinu þar sem sjávarhiti er yfir 21°C og birta er nægileg mynda kórallar rif á grunnsævi meðfram ströndum eða umhverfis eyjar. Kórallarnir teljast til holdýra [Cnidaria] og eru í sama flokki og sæfíflar. Kóralrifunum er gjarna skipt í þrjá flokka eftir legu þeirra.




Víða á landi má sjá leifar fornra kóralrifja. Má t.d. nefna Guadalupe fjöllin í vestanverðu Texasfylki í Bandaríkjunum.


Fornt rif frá devontímabilinu.


Fornt kóralrif frá sílúrtímabilinu við vötnin miklu í Bandaríkjunum


Fornt rif frá tríastímabilinu er að finna í Dólómítafjöllum — Marmolada-rifið.



Sjá INDEX → K → kórallar.