kjarni jarðar: er talinn tvískiptur — ytri kjarni úr fljótandi efni og innri kjarni út föstu efni. Almennt er talið að kjarninn (ytri og innri) sé einkum gerður úr nikkelblönduðum járnsamböndum, og er hann því oft nefndur nífe, (nikkel, ferrum).


Við mót möttuls og ytri kjarna jarðar á um 2.883 km dýpi hægja P-bylgjurnar verulega á sér og S-bylgjurnar deyja út. Hann er þess vegna álitin vera út fljótandi efni. Þegar P-bylgjurnar ná innri kjarnanum (á 5.150 km dýpi) herða þær aftur á sér og bendir það til þess að hann sé úr föstu efni.


Hitastig í kjörnum og möttli Jarðar er aðeins hægt að meta með því að nota stærðfræði- og jarðeðlisfræðileg reiknilíkön og nýjustu tölur eru frá 2011:


Hitastig yst í ytri kjarna, nálægt möttlinum, er talið vera um 4.400°C en innar og nær innri kjarnanum er það áætlað 6.100°C.


Í innri kjarnanum er hitastigið áætlað vera frá 5.000 til 7.000°C


Þversnið af jörðinni.


Breytileg gildi eðlismassa jarðar: Tafla |T|, línurit