kísilgúr: [En: diatomaceous earth; De: Kieselguhr; Dk: kiselgur] leðja úr skeljum smásærra kísilþörunga sem fallið hafa á botn stöðuvatna eins og td. í Mývatni. Harnaður kísilgúr [diatomite] er einnig kallaður barnamold eða skessuskítur.


Kísilgúr var áður notaður til að sía sykurbráð og síróp og er nú notaður við hvers konar síun í iðnaði td. vínanda, fljótandi lyfjum og leysiefnum. Einnig er kísilgúr notaður sem fylliefni í dínamit, pappír, málningu, sápu og keramik. Hann er líka notaður sem slípiefni í tannkrem og málmslípiefni. Þá hentar kísilgúr vel til að einangra gufukatla, málmbræðsluofna og aðra hluti sem hitna verulega.


Víða má finna kísilgúr sem myndastg hefur á grunnsævi. Hann er td. að finna á eyjunum Fur og Mors í Limafirði í Danmörku og nefnist hann þar moler (móleir; forskeytið mó- skírskotar til rauðbrúna litarins eins og oft gerist í norrænum málum).


Fur-myndunin er tæplega 60 m þykk úr móleir og lögum úr eldfjallaösku. Öskulögin eru breytilega að þykkt frá fáum mm til 20 cm og sum eru ýmist hvít, gá eða svört en þau eru algengust. Lögin eru mikilvæg leiðarlög og þeim hafa því verið gefinn númerin frá -39 til + 140. Öskulag – 17 finnst víða annars staðar í setlögum á hafsbotni Norður -Atlantshafs og hefur það verið aldusgreint 55,12 ± 0,5 Má og er því mikið notað til að ákveða afstæðan aldur jarðlaga.


Í móleirnum á Mors og Fur, sem myndaðist á eósen fyrir ≈ 55 Má, má sjá fjölda öskulaga sem liklega hefa borist frá mikllum eldgosum úr NV.