kaólín, kaólínít: Kínaleir eða postulínsleir notaður til postulíns- og pappírsgerðar. Finnst hér á landi við gufuhveri á jarðhitasvæðum. Kaolín dregur nafn sitt af hæð í Kína, Kao-ling, þar sem það var unnið öldum saman.