Orka skjálfta

Reynslan hefur sýnt að orka skjálfta rúmlega þrítugfaldast fyrir hvert Richterstig. Vitað er að orkan, E, stendur í réttu hlutfalli við (A/T)2 samkvæmt líkingunni:


Orka skjálfta

og því mætti ætla að hún hundraðfaldist fyrir hvert stig. Þetta gerist ekki og er ástæðan sú að tíðni bylgna í stórum skjálftum er lægri en í smáum skjálftum (stærðin T  vex).


Einföld líking sem byggð er á reynslu sýnir samband stærðar og orku skjálfta á eftirfarandi hátt:


log E = 11,4 + 1,5 M


þar sem E stendur fyrir orku sem losnar og M fyrir stærð skjálftans á Richter. Gildin 11,4 og 1,5 eru fastar sem geta tekið breytingum eftir aðstæðum.




Sjá nánar um stærð skjálfta.






Sjá INDEX /=> |J| → jarðskjálftar.