Jarðskjálftar eru flokkaðir eftir gerð og dýpi. Eftir gerð greinast þeir í 4 flokka en eftir dýpi skiptast jarðskjálftar í 2 flokka.


Eftir gerð flokkast skjálftar í:

  1. brotskjálftar sem verða á brotalínum og misgengjum,
  2. eldsumbrotaskjálfta,
  3. hrunskjálfta,
  4. skjálfta frá kjarnorkusprengjum. Þrýsti- og togbylgjurnar (P-bylgjurnar) sem frá þeim koma eru jákvæðar til allra átta.

Eftir dýpi frá skjálftamiðju niður að skjálftaupptökum eru jarðskjálftar flokkaðir í 2 flokka.

  1. Grunnir ofan 100 km
  2. Djúpir 100 - 700 km

Flestir jarðskjálftar á Íslandi verða á 5 til 15 km dýpi.




Sjá INDEX /=> |J| → jarðskjálftar.