jaðarbelti: (hliðarbelti) [flank zone] á Íslandi eru gosbelti utan flekaskilanna þar sem gliðnun er óveruleg eða engin. Gosbeltið á Snæfellsnesi frá Snæfellsjökli til Ljósufjalla og gosbelti sem talið er liggja undir austanverðum Vatnajökli frá Öræfajöklu til Snæfells eru jaðarbelti. Auk þess má líta svo á að sá hluti austur-gosbeltsins þar sem milli- og alkalíbergraðir eru ríkjandi sé jaðarbelti.