ísskriðhraði: jökla er mismunandi og fer eftir magni snjófyrninga á fyrningasvæði , þykkt jökuls og halla undirlagsins. Hann getur verið frá fáeinum cm til nokkurra metra á dag eins og td. á Grænlandi þar sem hann getur orðið allt að 30 m á dag.


Hér á landi hefur mælst rúmlega 1 m skrið á sólarhring í Skeiðarárjökli  þar sem hann er mjóstur. Skriðjöklar á Suðurskautslandinu skríða aðeins um 15 cm á dag en þar hafa fundist afmarkaðir jökulstraumar í breiðum dölum við botninn þar sem hraðinn er allt að tífaldur miðað við ísinn umhverfis.


Mælingar á árunum 1997 til 1999 sýndu ísskriðhraða í Breiðamerkurjökli sem nam 258 m á ári eða að meðaltali ≈ 70 cm/sólarhring.Sjá: Hreyfingar jökulíss.