Íslenska grunnstöðvanetið ÍSN93

Viðmiðun ÍSN93 ákvarðast af eftirfarandi:

  1. Jarðmiðjukerfinu ITRF93.6 (International Terrestrial Reference Frame 1993.6). Z-ás kerfisins fellur saman við snúningsás jarðar, en X- og Y-ásarnir spanna miðbaugsflötinn. X-ásinn liggur í fleti Greenwich hádegisbaugsins, en Y-ásinn hornrétt á X-ásinn til austurs.
  2. Sporvölunni GRS-80 (Geodetic Reference System 1980). Kennistærðir sporvölunnar eru eftirfarandi:
    1. hálfur langás a = 6 378 137
    2. m
    3. þyngdarstuðull jarðar miðað við jarðarmiðju GM = 3986005 · 108 ·m3 · s-2
    4. aflfræðilegur formstuðull jarðar J2 = 108263·10-8
    5. meðal hornhraði jarðar = 7292115·10-11·rad·s-1 þar af leiðandi er pólfletja sporvölunnar f = 1/298,257222101
  3. Niðurstöðum GPS-mælinga árið 1993 á grunnstöðvaneti 119 mælistöðva (ÍSNET93).



Sjá: INDEX /=> |L| → Landmælingar.


Heimild: Landmælingar Íslands.