hraunhvel: [En: tumulus, pl. tumuli, pressure ridge; De: Schollendome] myndast í helluhraunum vegna þrýstingsáhrifa sem verða sökum mismunandi rennslishraða á milli hálfstorknaðs yfirborðs og hraunkviku undir. Hólar og hæðir í helluhraunum geta líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins.


Dæmi um hraunhvel eru Virkishólar sunnan Reykjanesbrautar við vegamótin að Hvassahrauni.


Hraunhveli: virðist notað um hvolfþök yfir tæmdum hraunrásum í helluhraunum og má í því sambandi nefna Dýrfinnuhelli og annan álíka skammt ofan við Grindavík.1



Heimild:
1 Ómar Smári Ármannsson og Ragnheiður Traustadótt, 2013
Fornleifaskráning í Eldvörpum og milli Prestastígs og Skipsstígs,
Rannsóknarskýrsla 2013; ISBN 978-9935-9169-0-7