hjarn: [En, Dk: firn; De: Firn; Fr: névé] gamall snjór þar sem kornin loða saman að nokkru leyti en loftrúm milli þeirra er ekki horfið. Millistig milli snævar og íss.


Þykkt hjarnlagsins er mismunandi eftir jöklum og fer eftir ákomu snævar og hitastigi: Hér á landi er hún líklega 5 - 20 m, og á Grænlandsjökli 50 – 150 m þykk.1


Segja má að jökulís verði til þegar hjarnið hefur þjappast svo saman að eðlismassi þess hefur náð 800 – 850 kg/m3. Í jöklum hér á landi tekur það 5 – 6 ár og næst á 20 – 30 m dýpi en á 60 – 100 m dýpi og eftir ∼ 100 ár á köldustu jöklum Jarðar.2


Snjór breytist í ís:



Heimildir:
1 Sótt 2013: Centre for Ice and Climate > Research > Drilling and analysing ice cores > Cutting and analysing ice cores > Analysing gasses in ice cores > The firn zone
< http://www.iceandclimate.nbi.ku.dk/research/drill_analysing/cutting_and_analysing_ice_cores/analysing_gasses/firn_zone/ >
2 Helgi Björnsson 2009: Jöklar á Íslandi, OPNA.