hamfarakenningin: [catastrophism] þeir sem aðhylltust hana trúðu því að saga lífsins einkenndist af gereyðandi náttúruhamförum þegar höf flæddu yfir meginlönd og skyndilegt jarðris hefði fylgt í kjölfarið. Upphafsmenn kenningarinnar Cuvier og Brongniart trúðu því að þessar náttúruhamfarir hefðu valdið algerum útdauða lífs á jörðinni í hvert skipti og ný dýr og plöntur hefðu síðan komið fram á sjónarsviðið.