gusthlaup: [base surge] eru gasrík en fremur rýr af gjósku og verða einkum ef kvikan kemst í snertingu við mikið grunnvatn. Árið 1965 olli eldgos í eldfjallinu Taal á Philippseyjum gusthlaupi sem flæddi 4 km frá gígnum með ógnarhraða og drap 189 manns.


Þessu fyrirbæri var fyrst veitt eftirtekt við tilraunir með kjarnasprengju í grunnu lóni á Bikinieyjum 1946. Síðan hafa mörg gjóskuhlaup verið endurskilgreind sem gusthlaup. Þau myndast einkum þegar hár gas- og öskumökkur „hrynur“ og mikill hluti hans leitar snögglega til jarðar og út frá gígnum.



Sjá hverfjöll.