aldur gufuhvolfsins: út frá vissum samsætum í gufuhvolfi jarðar má geta sér til um aldur þess. Ráða má í aldurinn út frá samsætunum Ar-40, Xe-129 sem finnast í gufuhvolfinu og K–40 og I–129 sem ættaðar eru frá möttlinum. |T|


Xe-129 á sér tvenns konar uppruna. Annars vegar varð það til við kjarnasamruna áður en sólkerfið myndaðist og hins vegar myndaðist það þegar óstöðugt I-129 hrörnaði.


Kjarnasamruni og hrörnun; I-129 → Xe-129


Móðurefni Xe-129 finnast ekki lengur og þess vegna hefur magn þess í gufuhvolfinu ekki aukist frá árdögum jarðar.


K-40 er að finna í möttli jarðar og þar fannst I-129 einnig.


Ar-40 myndast við hrörnun K-40; K-40 → Ar-40.


Allt Ar-40 og Xe-129 sem myndaðist í jörðinni og losnaði úr möttlinum finnst nú í gufuhvolfinu en þar finnst hins vegar ekkert K-40 né I-129. Þó að gufuhvolfið hafi myndast við útgösun möttuls finnst þar ekkert K-40 né I-129. Hlutföll þeirra í gufuhvolfinu og möttli (gufuhvolf/möttull) gefa til kynna hvenær gufuhvolf jarðar myndaðist.


Hefði t.d. öll útgufun möttuls átt sér stað við upphaf myndunar jarðar innihéldi gufuhvolfið ekkert Ar–40 en þar væri samt sem áður að finna Xe–129 líkt og nú.


Allt það Ar-40 sem nú finnst í gufuhvolfinu finnst þar vegna langvarandi hrörnunar K-40 → Ar-40 og útgufunar dótturefnisins (Ar-40) frá árdögum Jarðar.


Útreikningar sýna að 80 - 85% gufuhvolfsins hafi myndast við útgufun lofttegunda úr iðrum jarðar á fyrstu milljón árhundruðunum en afgangurinn jafnt og þétt næstu 4,4 Gá.


Mynd sem sýnir myndun súrefnis: ()


Heimild: Allègre, Claude J. & Stephen H. Schneider: „The Evolution of Earth“ í Our Ever Changing Earth, Scientific American 2005 (sérrit).


Sjá helmingunartíma.