gróðurmold: (moldarefni) fínkorna efni efst í jarðvegi myndað við rotnun jurta og dýraleifa. Liturinn getur ýmist verið ljósbrúnn, svartur og allt þar á milli. Efnainnihaldið er hér um bil 60% kolefni, 6% nitur auk minni hluta af fosfór og brennisteini; [humus].