gneis: [gneiss] er rákótt djúpberg, myndað við mikla og víðtæka myndbreytingu (beltamyndbreytingu, svæðismyndbreytingu) í fellingafjöllum við mikinn hita og þrýsting. Í því skiptast á þunn lög eða öllu heldur bönd eða linsur af jafnkorna aflöngum berglinsum. Venjulega er gneis auðugt af feldspötum og kvarsi en þó er ekki hægt að skilgreina gneis samkvæmt ákveðinni steindasamsetningu.