glimmer: telst til svokallaðra blaðsilíkata. Einkennandi fyrir þau er að sérhver silíkathyrna tengist þremur öðrum hyrnum sterkum bindingum með því að þær sameinast um súrefnisatóm. Sjá mynd:  Blöðin tengjast hins vegar saman með fremur veikum tengingum við katjónir málma sem liggja milli blaðanna.   Blöðin sjálf eru því sterk en þau má hins vegar kljúfa auðveldlega í næfurþunnar sveigjanlegar þynnur. Kristallarnir mynda sexkantaðar töflur  og liggur kleyfniflöturinn samhliða töflufletinum. Eftir lit er glimmer flokkað í múskóvít (ljóst) og bíótít (dökkt).


einkenni múskóvíts | einkenni bíótíts |