Bein fugla, öglis (Archaeopteryx) og flugeðla [Pterosaurs] eru léttbyggð og í sumum tilfellum hol með þunna veggi og skástífum til styrktar og án mergs og fituvefja. Beinleggir annarra líknarbelgsdýra [Amniota] og þar á meðal leðurblaka eru að vísu holir en með þykkri veggjum og mergfylltir.


Bein risaeðla eru lík og hjá spendýrum sem eru með jafnheitu blóði [endothermic] en ólík beinum skriðdýra með misheitu blóði [ectothermic]. Bein skriðdýra sýna vaxtarhringi líka árhringjum trjáa og er vöxtur þeirra árstíðabundin eins og hjá trjánum. Bein spendýra sýna enga slíka hringi og við rannsókn beina risaeðla er enga slíka hringi að sjá. Risaeðlurnar eru því einstakar meðal skriðdýra.


Margt virðist benda til þess að öndun fugla og Theropoda hafi verið áþekk. Hjá fuglum má sjá tengsl loftsekkja við holrými í beinum þeirra og svipað virðist vera að finna hjá Therapodum.