diabas: í Norður-Ameríku er orðið notað um berg með efnasamsetningu basalts þar sem meginsteindir eru ágít og labradorít og með einkennandi „ófitískri veftu“ (dólerít-textúr). Ef ólívín er verulegt þá er bergið kallað ólívín-díabas.Breska orðið dólerít [dolerite] er notað um „grágrýti“ með dólerít-textúr en díabas [diabase] er notað um ummyndað „grágrýti“.1


Díabas [diabase] er mafískt alkristallað, innskotsberg í grunnum innskotum úr basalti eða gabbró. Orðið díabas [diabase] er einkum notað í Norður-Ameríku en dólerít [dolerite] utan hennar.
Heimild:
1 Sigurður Steinþórsson, munnleg heimild